Lowlands-L Anniversary Celebration

Frontpage
The Project

Language lists
Languages
Talen
Sprachen
Sprog
Lenguajes
Linguagens
Langues
Языки
Bahasa-bahasa
语言,方言,士话
語言,方言,士話
言語と方言
Languages A–Z
Language Groups
Audio Files
Language information
Wish list

About Lowlands
Beginnings
Reflections
Meet Lowlanders!
Project Team
Contact
Site map
Offline Resources
Gallery
History
Traditions
The Crypt
Travels
Language Tips
Members’ Links
Facebook
Lowlands Shops
  · Canada
  · Deutschland
  · France
  · 日本 Japan
  · United Kingdom
  · United States
Recommended now!

What's new?

Guests...
Please click here to leave an anniversary message (in any language you choose). You do not need to be a member of Lowlands-L to do so. In fact, we would be more than thrilled to receive messages from anyone.
Click here to read what others have written so far.

About the story
What’s with this “Wren” thing?
   The oldest extant version of the fable we are presenting here appeared in 1913 in the first volume of a two-volume anthology of Low Saxon folktales (Plattdeutsche Volksmärchen “Low German Folktales”) collected by Wilhelm Wisser (1843–1935). Read more ...

Íslenska

Icelandic



Listen?

Do you wish you could hear this? Click here to find out more!

 

Translation: Einar Haraldsson

Location: Reykjavík (Iceland)

Language information: [Click]Click here for different versions. >



Músarindillinn

Einu sinni var músarindill sem gerði sér hreiður í bílskúr. Hann bjó þar með fjölskyldu sinni. Dag einn fóru hann og makinn hans út til að leita að æti fyrir ungana sína, þau skildu ungana aleina eftir.

Eftir stutta stund snéri músarindilspabbinn heim.

“Hvað hefur gengið hér á?”, spurði hann. “Hefur eitthvað komið fyrir? Þið ungarnir lítið út fyrir að vera dauðhræddir!”

“Pabbi!” sögðu þeir, “Stærðar skrímsli kom. Það virtist mjög hrætt! Það starði ofan í hreiðrið okkar með sínum stóru augum! Það gerði okkur dauðhrædda!”

“Ég skil,” sagði hann, “hvert fór það?”

“Það fór í þessa átt!”

“Þið ungarnir bíðið hér,” sagði músarindilspabbinn. “Ég ætla að fara og kenna því lexíu sem það gleymir ekki! Hafið engar áhyggjur ungarnir mínir. Ég næ því.” Svo fór hann á eftir skrímslinu.

Hann flaug fyrir horn og sá ljón á gangi, en músarindillinn var ekki hræddur. Hann lenti á baki ljónsins og byrjaði að garga á það. “Hvern fjandann á það þýða að koma að hreiðrinu mínu og hræða líftóruna úr ungunum mínum?”
Click to help!
· Bornholmsk?
· Dọnsk tunga?
· Götamål?
· Gutniska?
· Norrländska?
· Övdalsk?
· Skånska?
· Sveamål?
· Sydslesvigsk?
· Trøndersk?

Fjallaljónið hlustaði ekkert á músarindilinn, heldur hélt göngunni áfram.

Þetta pirraði músarindilinn jafnvel enn meira og hann byrjaði að öskra eins og ljón á fjallaljónið. “Þú átt ekkert með það að koma að hreiðrinu mínu og ef þú kemur þangað aftur,” sagði hann, “þá muntu heldur betur sjá eftir því! Ég kæri mig yfirleitt ekki um ofbeldi, “ sagði hann og lyfti öðrum fætinum upp í loft, “en þá skal ég brjóta á þér bakið á svipstundu!”

Eftir að hafa komið þessum skilaboðum áleiðis, flaug hann heim í hreiðrið.

“Það er ekkert að óttast ungarnir mínir,” sagði hann, “Ég hef kennt skrímslinu lexíu. Það kemur ekki aftur.”


© 2011, Lowlands-L · ISSN 189-5582 · LCSN 96-4226 · All international rights reserved.
Lowlands-L Online Shops: Canada · Deutschland · France · 日本 · UK · USA